Félags- og tilfinningaleg færniþjálfun (SEL) er ferli sem felst í því að afla sér og beita þekkingu, færni og viðhorfum sem eru nauðsynleg til að skilja og stjórna tilfinningum, setja sér raunhæf markmið, upplifa og sýna af sér samkennd, koma á og viðhalda jákvæðum samskiptum, og taka skynsamlegar ákvarðanir.

CASEL (Collaborative for Academic, Social and Emotional Learning) er stofnun sem hefur  það markmið að rannsaka og miðal áreiðanlegri og gagnreyndri þekkingu um félagslega og tilfinningalega færni. CASEL hefur skilgreind fimm innbyrðis tengd hæfniviðmið um félagslega og tilfinningalega færni. Hægt er að nýta viðmiðin fyrir ýmsa aldursflokka, en þau eru:

  • Sjálfsvitund
  • Sjálfsstjórn
  • Félagsvitund
  • Sambandshæfin
  • Ábyrg ákvarðanataka

Frekari upplýsingar um þessa aðferð má finna hér: Í hverju felst CASEL módelið? (CASEL)

https://casel.org/fundamentals-of-sel/what-is-the-casel-framework/

Comments are closed