Mikið hefur verið rætt og skrifað um seiglu okkar sem einstaklinga. Við erum félagsverur sem tengjumst ýmsum hópum svo sem, fjölskyldu, vinnuhópi og samfélögum. Þessir hópar búa yfir ákveðinni visku, menningu og seiglu, ofan á seiglu einstaklinga innan hópsins.
Fjölskylduseiglu er skilgreind sem: „geta fjölskyldunnar, sem starfhæft kerfi, til að standast og jafna sig frá streituvaldandi lífsáskorunum – komast jafnvel sterkari og reynslunni ríkari frá slíkum áskorunum“ (Walsh, 1996; 2003; 2016). Walsh (2003, 2016) tók saman 9 ferla sem hjálpa fjölskyldum að byggja upp seiglu. Þessir ferlar eru sambland af fleiri einstökum ferlum, á borð við: Að skilja í hverju mótlæti felst; Viðhalda jákvæðni; Viðhalda von og trú; Búa yfir sveigjanleika. Ofan á þessa þætti koma ferli er snúa að innbyrðis tengslum fjölskyldumeðlima eins og: Nánd; Skýrleiki (að upplýsa hvort annað); Að deila tilfinningum opinskátt; Að leysa vandamál í samvinnu. Síðasta ferlið er hvorki einstaklingsbundið né innan fjölskyldunnar, heldur snýst það um hvernig fjölskyldan nær að nýta þau efnahagsleg og félagsleg úrræði sem eru í boði – t.d. að leita eftir stuðnings frá samfélaginu eða hópum innan þess.
Seigla skipulagsheildar er menningin sem hjálpar þeim að ná fyrri styrk eða jafna sig eftir erfiðar aðstæður og áskoranir. Dr. George Stalk aðili að Boston Consulting Group, heldur því fram að kjarninn í slíkri seiglu sé bjartsýni og sjálfstiltrú sem starfsmenn upplifa (Everly, 2011). Seigla í vinnustaðamenningu byggir á góðum fyrirmyndum. Nokkrir trúverðugir og áberandi einstaklingar á vinnustað sem búa yfir seiglu og sýna það í verki geta skipt sköpum hvað varðar seiglu vinnustaðar og með því að hvetja aðra (Everly, 2011).
Seigla samfélags er skilgreind af Magis (2010, bls. 401) sem „tilvist, þróun og virkni samfélagsmeðlima til að dafna í umhverfi sem einkennist af breytingum, óvissu, ófyrirsjáanleika og óvæntum atburðum.“ Hún byggir á seiglu einstaklinganna í samfélaginu en krefst einnig ferla, sem „undirbyggja seiglu“ (Buikstra o.fl., 2010) og er háð getu „samfélagsins til að sameinast og vinna að sameiginlegu markmiði“ (Berkes & Ross, 2013).
Með öðrum orðum 2+2>4 eða seigla hópsins er meiri en meðaltal af seiglu einstaklinganna innan hans. Að leggja sitt af mörkum til seiglu vinnustaðar hefur bæði jákvæð áhrif á seiglu hópsins og einstaklinga innan hans.
Frekari upplýsingar um þjálfun/vinnustofur til að efla seiglu innan vinnustaðar, hafðu samband við tengilið Cope verkefnisins í þínu landi.
Comments are closed