Þakklæti

Þakklæti er æfing sem hjálpar okkur til við að endurvirkja heila okkar og breyta hugsunum okkar úr neikvæðum yfir í jákvæðar. 

Frumkvöðull jákvæðrar sálfræði, prófessor Martin Seligman, frá háskólanum í Pennsylvania, prófaði áhrif ýmissa jákvæðra inngripa á 411 manns. Eitt inngripið sem jók hamingju þátttakenda var að skrifa og persónulega afhenda þakkarbréf til einhvers sem hafði aldrei fengið almennilegar þakkir fyrir góðvild sína. Áhrif þessarar æfingar var meiri á hamingju þátttakenda en nokkur önnur æfing sem gerð var á meðan rannsókninni stóð og entist svo mánuðum skipti.

Ein af ástæðunum fyrir því að þakklæti er svo sterk sem æfing er að það hjálpar fólki að einbeita sér aftur að því sem það hefur í stað þess að því sem það skortir. Að auki hjálpar það að byggja upp og styrkja tengsl okkar.

Æfing dagsins

Skrifaðu þakkarbréf til einhvers og sendu það til hans í gegnum tölvupóst eða hringdu í viðkomandi og lestu það upphátt fyrir hann.