Hvernig líður okkur í dag?
Eruð þið meðvituð um líðan ykkar og tilfinningar? Geturðu útskýrt nákvæmlega hvernig þér líður núna? Það að þekkja líðan okkar og tilfinningar er lykillinn að forðast átök, stjórna streituvöldum í lífi okkar og gera okkur kleift að taka góðar ákvarðanir og mynda góð tengsl.
Eftirfarandi er æfing sem hjálpar okkur að greina líðan okkar.
Æfing dagsins
Verkefnið heiti Veðurspáin og gengur út á að gera okkur meðvituð um líkama okkar, líðan og tilfinningar. Þessir þrír þættir þess að vera mannlegir gerir okkur bæði að einstökum og flóknum lífverum.